stofnuð árið 2000
Smelltu!

Sneiðmyndatæki á Fjórðungssjúkrahúsið:
Hollvinasamtökin blása til söfnunar

Ágæti Austfirðingur,

Hollvinasamtök FSN hafa á stefnusskrá sinni að stuðla að velferð Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, heilsugæslu á Austurlandi til heilla.
stórátak er nú hafið hjá Hollvina-
samtökum Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Því er hér leitað eftir stuðningi þínum.


Hollvinasamtök FSN hafa fest kaup á sneiðmyndatæki fyrir Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í ljósi þeirrar endurnýjunar og uppbyggingar sem framundan er við sjúkrahúsið er ljóst að með stórbættri aðstöðu er nauðsyn á fullkomnari tækjakosti og er sneiðmyndatæki vænlegasti kosturinn til að stuðla að sem bestri þjónustu og heilsgæslu öllum Austfirðingum til heilla í framtíðinni.

Sneiðmyndatækið er af fullkomnustu gerð og kostar átján milljónir króna, komið á staðinn, ásamt uppsetningu og með þjálfun starfsfólks. Strax í upphafi verkefnisins bárust fimm milljónir frá einum styrktaraðila. Þannig var lagður grunnur að fjármögnun tækisins. Fleiri hafa lagt okkur lið og vel horfir með framhaldið. En við viljum leita eftir stuðningi alls almennings sem vill láta sig heilsugæslu og hag sjúkrahússins fyrir Austurland allt varða. Þitt framlag stuðlar því að bættri heilsugæslu, Austfirðingum til heilla.

Framlög er hægt að greiða í eftirfarandi bankastofnunum:

Sparisjóður Norðfjarðar: 1106 - 05 - 401920
Landsbanki Íslands Neskaupstað: 168 - 05 - 60468
Íslandsbanki Egilsstöðum: 0568 - 14 – 600000
Íslandsbanki Reyðarfirði: 0569 - 14 - 600101
KBbanki Egilsstöðum : 0305 - 13 - 194

Kennitala Hollvinasamtakanna er: 600401-2970.

Með þessu átaki er kominn grundvöllur að stórbættri sjúkdómsgreiningu og heilsugæsluþjónustu á Austurlandi. Með tilkomu þessa tækis mun draga verulega úr flutningum fólks til Reykjavíkur í læknisskoðun og mikill sparnaður mun því verða í útgjöldum vegna slíkra ferða. Öryggi allra greininga mun batna stórlega og meðferð og meðhöndlun öll mun taka stórstígum framförum. Þetta framfaraspor er allri heilsugæslu á Austurlandi til heilla. Höfum það hugfast að Fjórðungssjúkrahúsið er sjúkrahús alls fjórðungsins og hagur þess er því okkar hagur.

Stuðlum því með framlögum okkar að bættri heilbrigðisþjónustu og leggjum góðu málefni lið. Verðum hollvinir og stuðningsaðilar með því og styrkjum okkar eigið sjúkrahús.

Með kærri þökk.

F.h. söfnunarstjórnar Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað:

Stefán Þorleifsson fv. forstjóri Fjórðungssjúkrahússins.
Sigurður Rúnar Ragnarsson, formaður Hollvinasamtakanna.
Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Björn Magnússon, yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.

>> Lestu meira um samtökin.

>> Kynntu þér stjórn samtakanna.

>> Gjörið svo vel og sendið eftir frekari upplýsingum með tölvupósti til stjórnarmanna (sjá hér) eða til vefstjóra.

 
 
Með Hollvina-
samtökunum er markmiðiðstyðja við og efla starfsemi FSN með sem víðtækustum hætti ...
 
... og veita stofnuninni fjárhags-
og siðferðislegan stuðning og hvatningu í framfara- og hagsmunamálum.
 
LESTU um aðrag-
anda stofnunar og um markmið Holl-vinasamtaka FSN og vertu HOLLVINUR Í RAUN.
 
Smelltu þér á vef FSN!
 
Rómarvefurinn hýsir vef Hollvina.
 
Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað | sigurdur.runar@kirkjan.is