stofnuð árið 2000
Hollvinafréttir

20.06.04
AÐALFUNDUR 2004 Sr. Sigurður setur fundinn og býður fundarmenn velkomna.
Aðalfundur Hollvinasamtakanna 2004
Aðalfundur Hollvinasamtaka FSN árið 2004 var haldinn í Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju miðvikudaginn 16. júní sl. Fundargerð er væntanleg á vefinn, en það helst bar til tíðinda að stjórnin endurnýjaði sig um einn stjórnarmann.

18.06.03
Frá aðalfundi
Aðalfundur Hollvinasamtakanna var haldinn 16. júní sl. Samtökin hafa á stefnusskrá sinni að stuðla að velferð Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, heilsugæslu á Austurlandi til heilla. Nú nýverið gáfu samtökin í samvinnu við fleiri aðila s.k. tölvustýrt þrekband sem nýtist vel í endurhæfingu og þrekþjálfun.

Fyrirhugað er að endurbyggja eldra húsnæði sjúkrahússins og koma þar fyrir endurhæfingar- og hjúkrunarunardeild. Brýnt er að þau áform komist sem fyrst í framkævæmd. Því vill fundurinn koma eftirfarandi áskorun á framfæri:

,,Aðalfundur Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað haldinn 26. júní sl. skorar á fjármálaráðherra og stjórnvöld að staðfesta hið bráðasta framkvæmdaáætlun um endurbyggingu eldra húss við F.S.N., þar sem innréttuð verður hjúkrunar- og endurhæfingardeild til eflingar heilsugæslu á Austurlandi”.

Vill fundurinn vekja athygli á þessu mikla hagsmunamáli fyrir Austurland og þeim möguleikum sem felast í endurhæfingu og iðjuþjálfun, sem gæti leitt til þess að þeir sem bíða endurhæfingar geti komist sem fyrst að, en biðlistar eru langir hvað varðar endurhæfingarstöðvar. Þá vill fundurinn einnig vekja athygli á því mikilvæga starfi sem unnið er til endurhæfingar hjarta- og lungnasjúklinga við stofnunina. Nýlokið er einu slíku námskeiði en fyrirhugað er að fjölga þeim, en reynslan á undanförnum árum hefur sýnt fram á nauðsyn og mikilvægi slíkrar endurhæfingar.
Hægt er að fræðast um F.S.N. á heimasíðu stofnunarinnar undir fsn.is eða undir Leit.is.

06.03
Aðalfundur Hollvinasamtaka FSN
Aðalfundur Hollvinasamtaka FSN verður haldinn í Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju, Neskaupstað, mánudaginn 16. júní kl.17.00.

Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Önnur mál.
- Erindi: Þórir Aðalsteinsson kynnir byggingaráform og endurbyggingu gamla hússins. María Þórðardóttir iðjuþjálfi og nýr starfsmaður við FSN kynnir endurhæfingu og iðjuþjálfun við FSN.

Gamlir og nýir félagar hjartanlega velkomnir og gaman væri að sjá félaga frá nágrannabyggðum Fjarðabyggðar; FSN er ykkar sjúkrahús líka og um það verðum við öll að standa vörð og gera okkar besta til að efla það og styrkja.

Stjórnin.

13.06.02
Aðalfundur Hollvinasamtaka
Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað 2002

Aðalfundur Hollvinasamtakanna var haldinn í Safnaðarheimili Eskifjarðarkirkju fimmtudaginn 13. júní sl. Mættir voru milli 30 og 40 félagar og ríkti góð stemmning á fundinum. Dagskrá fundarins var hefðbundin og flutti formaðurinn Sigurður Rúnar Ragnarsson ræðu í upphafi fundarins. Kom fram í máli hans ýmislegt sem samstökin hafa beitt sér fyrir og rakti hann stefnu og mótun samtakanna og opnaði sýn á þau viðfangsefni sem væru mikilvægust í baráttunni fyrir að styrkja og bæta sjúkrahúsið í þágu alls fjórungsins.

Varðandi reikninga kom fram hjá gjaldkera að samtökin eiga í sjóði tæpan helming greiddra árgjalda, uþb. 200.000 kr. að frádregnum kostnaði og var samþykkt að hafa árgjald til félagsins kr. 1000. Kom fram hjá gjaldkera að mikilvægt væri að virkja alla skráða félaga sem eru a.m.k. 500 og rúmlega það, en með árgjöldunum mætti gera nokkuð átak í að styðja við verðug verkefni fyrir sjúkrahúsið. Var einnig lögð áhersla á að fjölga nýjum félögum og kynna samtökin sem víðast á Austurlandi.

Stjórnin var endurkjörin, en nýr gjaldkeri kosinn: Aðalheiður Hjaltadóttir Reyðarfirði, en Gíslunn Johannsdóttir gaf ekki kost á sér. Hún mun þó aðstoða við ýmislegt í starfi samtakanna. Er henni þakkað fyrir gott starf. Þá svaraði Björn Magnússon yfirlæknir nokkrum fyrirspurnum um óskalista við tækjakaup og mikilvægi þess að byggja upp tækjakost enn frekar.

Kynnt var heimasíða sem samtökin munu fjármagna í nafni FSN og hafa Hollvinir þar aðgang í samstarfi við Fjórðungssjúkrahúsið. Er stefnt að því að heimasíðan og vefurinn fái aðgengi á netinu undir www. fsn.is . Var þessu verkefni afar vel tekið og augljóst að þetta skiptir miklu máli í upplýstum heimi tækninnar, að geta sótt upplýsingar um sjúkrahúisð og nánasta starfumhverfi þess og tengiliði sem máli skipta. S.s. skyldar stofnanir og heilsugæslur omfl. Hér myndast upplýsingavefur sem gagnast bæði sjúklingum og aðstandendum, starfsfólki og velunnurum spítalans.

Þá var kynnt merki félagsins, sem sýnir hönd hlúa að fjórungssjúkrahúsinu, með skírskotun til listaverka Tryggva Ólafssonar listmálara. Var því vel tekið. Kom fram á fundinum að merking Tryggva í listaverkum hans væri sú að höndin væri það verkfæri sem manninum væri gefið, hefði gert okkur að vitsmunaverum. Segja má að með þessu merki viljum við hlúa að stofnuninni og byggja hana upp af því að við erum vitsmunaverur. En jafnframt það að sú hönd sem hlúir að, mun ekki rífa niður.

Fundinum lauk með erindi Jóns H. H. Sen yfirlæknis sem kynnti kviðarholsspeglanir og aðferðir við kviðarholsaðgerðir. Var erindið áhugavert og urðu nokkrar fyrirspurnir að því loknu. Samtökin þakka Jóni fyrir fróðlegt erindi og bjóða hann velkominn til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið og óska honum og fjölskyldu velfarnaðar á nýjum vettvangi, en þau eru nýkomin hingað frá Noregi.

Það er í okkar höndum hvernig við viljum hafa sjúkrahúsið og heilsugæsluna í framtíðinni. Hollvinasamtökin eru aðeins eitt tannhjól sem hefur hlutverk í heildargagnverki. En margt smátt gerir eitt stórt. Öflug heilsguæsla í samstarfi við enn öflugra sjúkrahús þar sem mörg sérverkefni eru unnin og sífelld þróun á sér stað, það er draumsýnin okkar allra um sterka stöðu í heilsugæslu og þjónustu til velferðar fyrir íbúana sjálfa. Því verðum við að halda vöku okkar og þannig tryggjum við að staða Fjórðungssjúkrahússins verður mun sterkari ef við fólkið í fjórðungnum skiljum okkar vitjunartíma. Sá er hollvinur sem í raun reynist. Fjölgum í samtökunum, styrkjum og bætum okkar heilsugæslu til framtíðar.

- SRR

08.06.02
Fundarboð
Aðalfundur Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahússins verður haldinn í Safnaðarheimili Eskifjarðarkirkju fimmtudaginn 13. júní 2002 kl. 20:30.

EFNI:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.

ERINDI:
Jón H. H. Sen yfirlæknir flytur erindi í máli og myndum.

Mætið vel og styðjið ykkar samtök! Allir velkomnir og nýir félagar boðnir sérstaklega velkomnir.

Stjórnin.


 
 
Með Hollvina-
samtökunum er markmiðiðstyðja við og efla starfsemi FSN með sem víðtækustum hætti ...
 
... og veita stofnuninni fjárhags-
og siðferðislegan stuðning og hvatningu í framfara- og hagsmunamálum.
 
LESTU um aðrag-
anda stofnunar og um markmið Holl-vinasamtaka FSN og vertu HOLLVINUR Í RAUN.
 
Smelltu þér á vef FSN!
 
Rómarvefurinn hýsir vef Hollvina.
 
Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað | sigurdur.runar@kirkjan.is