stofnuð árið 2000

Lög um Hollvinasamtök FSN
samþykkt á aðalfundi samtakanna 15. júní 2000

1. grein. Samtökin heita Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað.

2. grein. Markmið samtakanna er annars vegar að auka tengsl almennings við stofnunina og þá sem bera hag hennar fyrir brjósti. Og hins vegar að efla hag hennar. Þetta verði gert m.a. með eftirfarandi:

  • Að standa vörð um stofnunina og starfsemi hennar.
  • Að stuðla að kynningu út á við. Hlutast skal til um að félagsmenn fái greiðar upplýsingar um framgang stofnunarinnar, og nýjungar á sviði heilbrigðismála er varða stofnunina.
  • Að veita F.S.N. fjárhags- og siðferðilegan stuðning og hvatningu í ýmsum framfara- og hagsmunamálum.
3. grein. Tekjur Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað eru:
  • Félagsgjöld sem ákveðin eru árlega á aðalfundi samtakanna.
  • Frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra aðila.
  • Aðrar tekjur.

Fjárframlög til Hollvinasamtakanna má merkja ákveðinni starfsemi við Fjórðungssjúkrahúsið. S.s rannsóknum, endurhæfingu, endurnýjun tækjakosts og tækjakaupum eða beinum fjárstuðningi við ákveðið markmið. Óskilyrtum fjárframlögum ráðstafar stjórn samtakanna í samræmi við markmið þeirra. Verði félagið lagt niður skulu allar eignir þess og tekjur renna óskipt til Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Félagar teljast þeir sem greiða árgjöld samtakanna. Fyrirtæki , félagasamtök og opinberir aðilar geta orðið styrktarfélagar.

4. grein. Aðalfundur samtakanna skal haldinn eigi síðar en 16. júní ár hvert.

5. grein. Stjórn samtakanna skal skipuð fimm mönnum:

Tveimur frá Neskaupstað.
Tveimur af starfssvæði sjúkrahússins utan Neskaupstaðar.
Yfirlækni stofnunarinnar.
Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn, annan frá Neskaupstað, en hinn utan staðarins. Þá skal einnig kjósa tvo endurskoðendur. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn er heimilt að skipa ráðagjafanefnd er skal vera stjórn til ráðgjafar. Í verkahring stjórnar er m.a:
a) Að gera áætlun um hvaða þætti í starfsemi stofnunarinnar Hollvinasamtökin styðji, að fengum tillögum frá m.a. ráðagjafanefnd, læknum og starfsfólki stofnunarinnar og stjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
b) Að halda aðalfund.
c) Að varðveita félagaskrá samtakanna og skrá alla félagsmenn og þá sem vilja kallast velunnarar eða styrktaraðilar stofnunarinnar.
d) Að senda fréttabréf samtakanna til félagsmanna og þeirra sem áhuga hafa á málefnum stofnunarinnar.
e) Að innheimta og ráðstafa árgjöldum og öðrum tekjum.
f) Að gera félagsmönnum kleift að fylgjast með og hafa áhrif á framtíðarþróun stofnunarinnar innan þess ramma sem slík samtök geta beitt sér fyrir.
6. grein. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningar skulu lagðir fram endurskoðaðir og undirritaðir af stjórn á aðalfundi samtakanna.

7. grein. Heimilt er stjórn að hrinda í framkvæmd fjársöfnun ef þurfa þykir í nafni samtakanna, til stuðnings ákveðnum verkefnum.

8. grein. Stjórn skal kosin á aðalfundi og situr til eins árs í senn.

9. grein. Til aðalfundar skal boðað með minnst viku fyrirvara. Lögum samtakanna er einungis heimilt að breyta á aðalfundi. Tillögum til lagabreytinga skal skila 15 dögum fyrir aðalfund til stjórnar og skal stjórn geta þess í fundarboði, ef lagabreytingatillaga hefur komið fram. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi.

10. grein. Ákvæðum um tilgang félagsins má ekki breyta né nafni samtakanna. Sama gildir um ráðstöfun eigna verði félagið lagt niður. Árgjald og félagsgjald skal vera kr. 1000.

Lög þessi voru samþykkt einróma á stofnfundi félagsins 15. júní 2000.


>> Kynntu þér stjórn samtakanna 2002 - 2003.

 
 
Með Hollvina-
samtökunum er markmiðiðstyðja við og efla starfsemi FSN með sem víðtækustum hætti ...
 
... og veita stofnuninni fjárhags-
og siðferðislegan stuðning og hvatningu í framfara- og hagsmunamálum.
 
LESTU um aðrag-
anda stofnunar og um markmið Holl-vinasamtaka FSN og vertu HOLLVINUR Í RAUN.
 
Smelltu þér á vef FSN!
 
Rómarvefurinn hýsir vef Hollvina.
 
Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað | sigurdur.runar@kirkjan.is